31.8.09

Aftur að vinna eftir veikindafrí

Já, ég tók við vaktinni núna kl. 16 í dag.
Nú. Um hálf fimm var hringt og ég bruna af stað. Legg bílnum starfsmannamegin eins og ætlast er til, finn auðkenniskortið mitt og fatta allt í einu að ég man ekki helvískt númerið. Jæja, ég smelli kortinu í geislann og prófa xxxx, bíííííííííp.
Ég prófa aftur xxxx, bíííííííp.
Þá hljóp ég hringinn í kring um húsið og fór inn um aðalinnganginn.
Opna stofuna, kveiki á öllu.
Tölvan, lykilorð, tékk.
Hin tölvan, lykilorð, tékk.
Opna fyrsta forritið, lykilorð, reyni aftur og svo aftur.
Svitna og reyni svo í fjórða sinn. Það er bara hægt fimm sinnum, og þá læsist forritið.
Ok, ég er komin inn.
Opna næsta forrit, slæ inn lykilorð, og þarf þá að rísetta lykilorðið mitt. Geri það og fæ aðgang.
Nú er bara eitt lykilorð eftir og mér text að slá það inn vandalaust.
Hleypi sjúklingnum inn og geri allt sem ég þarf að gera.
Fer heim, klæði mig úr öllum svitablautu fötunum, alveg inn að skinni og fer í kalda og góða sturtu. Fatta lykilorðið að hurðinni, gleymdi að setja # á eftir xxxx...
Velkomin aftur í vinnuna eftir veikindafrí.

28.8.09

First impression

Það er læknir á sjúkrahúsinu, sem mér hefur aldrei fundist neitt varið í.
Það er ekki byggt á neinu sérstöku öðru en þeim litlu samskiptum sem maður hefur við þessar elskur.
Flestir eru bara ósköp þægilegir, aðrir frekir og enn aðrir bara ekkert spes.
Þegar ég hringdi á heilsugæsluna á þriðjudaginn var bara hægt að fá einn einasta tíma alla vikuna, það var á föstudegi hjá einmitt þessum lækni.
Ég pantaði hann, og huxaði svo lengi lengi hvort ég ætti ekki bara að afpanta, því mér stóð einhver stuggur af manninum.
En ég er ennþá lasin eftir tvær heilar vikur, svo ég ákvað að bíta á jaxlinn (orð með x!!)
og láta mig hafa það.
Einnig mætti minnast á það að ég er mjög dómhörð og á það til að gefa fólki ekki fair chance, svo ég tók meðvitaða ákvörðun um að leggja mínar skoðanir á hilluna.
Jæja jæja, ég mætti á settum tíma og beið í nokkrar mínútur.
Heimilislæknirinn minn hitti mig á ganginum og tjáði mér að sér þætti þetta allt of langur veikindatími hjá mér.
Það var auðvitað ekki hægt að fá tíma hjá henni.
Til þess þarf maður amk tvær vikur í fyrirvara held ég.
Hvað um það.
Þegar ég kom inn til hans þá stóðst allt sem ég hafði vitað innra með mér allan þennan tíma.
Maðurinn var bara kaldur og hræddur.
Hann var ekkert nema hrokinn og sýndi mér fullkominn yfirgang.
Þegar ég var búin að ropa úr mér allri sögunni, þá spurði hann mig hvað ég vildi eiginlega að hann gerði í þessu!!!
Og svo hélt hann ræðu yfir mér um það að þetta væri ástæðan fyrir öllu bóluefninu sem væri búið að panta inn í landið. Af því að hraust fólk yrði mjög veikt og lægi lengi.
Ég var ekkert að rífast!
Viðtalið var svo kórónað þegar síminn hjá honum hringdi. Hann svaraði og talaði við samstarfskonu mína eins og hún væri hálfviti. Fýlan draup af honum!
Ég vissi það. Maður á alltaf að trúa því sem hjartað segir manni.
Maðurinn er bara bííííííííííííííp!

26.8.09

Enn af Doppu litlu

Í gærkvöldi var Doppa litla frekar óþæg við að borða. Hún var með læti og frekju og henni var bent á að hún gæti alveg eins hypjað sig eitthvað annað ef hún ætlaði ekki að vera almennileg.
Hún er skapstór svo hún rauk auðvitað í burtu með orgum.
Fljótlega birtist frökenin aftur með langt prik sem hún mundaði eins og galdrasprota.
Hún beindi því að mér og sagði: "Abrakadabra, ég breyti þér í hund!"
Svo beindi hún prikinu að næsta og sagði það sama.
Að lokum beindi hún því að stóru systur sinni, horfði á hana með sérstakri fyrirlitningu, og sagði:
"Abrakadabra, ég breyti þér sko í NÁUNGA!!!"
Ormur, bráðum þrettán ára hneig niður af stólnum í hláturskasti, og þar með var hinu illræmda fýlukasti Doppu lokið í bili.

24.8.09

Alltaf frá því að Doppa var mjög lítilhefur hún viljað sofna hjá einhverjum. Oftast er það ungamamma sjálf sem fær heiðurinn og oftast er það sjálfsagt mál.
Doppa hefur nefnilega alveg sérstakar venjur þegar kemur að því að sofna.
Ég hef lengi fengið gagnrýni úr ýmsum áttum fyrir að leggjast með henni á kvöldin, því hún er mjög ákveðin og oft lengi að sofna. Það þarf að lesa og hlusta og segja sögur og biðja bænir og allt í réttri röð, eftir hentisemi frökenarinnar góðu. Stundum þreytist ég á endalausu sögunum aftur og aftur og stundum steinsofna ég sjálf og missi af öllu kvöldinu. Stundum er hún bara fljót að sofna og allt fer eftir áætlun.
En þegar hún er alveg að sofna, þá snýr hún sér að mér, stingur andlitinu alveg að hökunni á mér og andar djúpt og hægt. Svo setur hún aðra höndinu undir hálsinn og hina á höfuðið og strýkur mér hárið þar til hún sofnar.
Þetta er svo dásamleg stund að þegar hún er sofnuð, þá ligg ég oftast lengi lengi og nýt þess að vera í faðminum á þessari ákveðnu stúlku. Þvílíkur unaður.
Ég er búin að vera mjög veik síðustu daga og núna í kvöld var fyrsta kvöldið í langan tíma sem hún hefur sofnað hjá mér, og þetta var bara þvílík sæla að ég varð að segja þér frá því.
Mér er skítsama þótt einhverjum finnist þetta hörmuleg tímaeyðsla. Ég elska að svæfa börnin mín og ætla að gera það á meðan þau nenna.

23.8.09

Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Amma og Afi eru í heimsókn á Ströndinni um helgina vegna viðbjóðslegra og langdreginna veikinda ungamömmu. Þau huxa um börn og bú og standa sig með sóma.
Í kaffitímanum í dag bakaði amma köku og bauð langömmu að koma og vera með. Langamma spjallaði við börnin og borðaði súkkulaðiköku með rjóma.
Doppa litla 3 ára tilkynnti öllum við borðið að hún hefði reynt að lækna ungamömmu áðan með því að sprauta uppí hana rúsínum þar sem hún lá eins og aumingi sofandi upp í rúmi, en það átti víst að vera allra meina bót.
Langamma spurði þá Doppuna hvort að hún ætlaði kannski að verða læknir þegar hún yrði stór.
Doppa huxaði sig ekki einu sinni um áður en hún svaraði:
"Nei! Varðhundur!"

11.8.09

Maðurinn minn er kominn heim!!!

Já hann er kominn þessi elska.
Ég elska hann svo mikið. Hann er svo dásamlegur.
Það er þægilegt að umgangast hann, þvi við þekkjm hvort annað svo vel.
Hann veit nákvæmlega hvað hann þarf að gera til að gleðja mig og ég veit hvað gleður hann.
Ég elska að elda fyrir hann mat, því honum finnst maturinn minn svo góður.
Það er svo frábært að vinna með honum, því hann hefur fulla trú á getu minni til smíða-, múrara-, pípulagninga- og málningavinnu.
Raunverulega allra verka (nema húsverka)

Ástin - ég bloggaði um þig, og ég meinti hvert orð, þótt það hljómi ógeðslega væmnislega og hálfskringilega. Þess vegna var ég ekki búin að því fyrr...
Elska þig.

4.8.09

Verslunarmannahelgin 2009

Þrjár nætur í tjaldi með fjórum dásamlegum börnum sem eru til í hvað sem er og hvenær sem er.

Synt í Hjálparfossi. Klifrað upp í fossinn og staðið í straumnum.
Hversu dásamlegt það er að finna hvað maður er lítill í náttúrunni.

Sund í Þjórsárlaug.
Æðisleg laug, sjóðheit og sveitó.

Hoppað í hylinn í Gjánni.
Hann er sko ísjökulkaldur.
Stormur minn 10 ára stökk um 6 metra niður í hylinn. Ótrúleg hetja.
Mamma gamla hoppaði bara um meter ofan í og fannst hún hafa lagt nóg inn á hetjubankabókina sína.

Á sunnudag pökkuðum við tjaldinu saman og enduðum helgina í faðmi fjölskyldunnar í Andakíl. Þar var auðvitað synt í hylnum hennar mömmu.
Skárra væri það nú!

Mikið var nú samt gott að komast heim til sín í sína eigin sæng.