19.7.09

Indeed

Ungamamma: Búin að vinna í bili, hefur allt gengið vel hér heima?
Unglingur: Indeed
Ungamamma: Gott að heyra. Þú ert þá frí og frjáls það sem eftir lifir dax.
Unglingur: Awsome
Ungamamma: Tókstu fiskinn úr frysti eins og ég bað þig um?
Unglingur: Feil!
Ungamamma: Jæja, allt í lagi, við höfum þá bara skyr og brauð í kvöldmat
Unglingur: Feil!
Ungamamma: Nei heyrðu, við getum hitað upp það sem var afgangs í gærkvöldi
Unglingur: Awsome
Ungamamma: Drífðu þig nú út.
Unglingur:

18.7.09

Af unglingum

Ég á fjögur börn.
Núna er ég orðin þrjátíu ára sjálf, og elsta barnið mitt er komið með brjóst og unglingabólur.
Hún talar rosalega hratt þessa dagana og það er alltaf allt á fullu í kring um hana. Ein vinkona hennar talar svo hratt og óskýrt, að ég þarf að láta Orminn minn elsta þýða hvað hún segir til að skilja hana.
Ég er voða fegin að þurfa ekki túlk til að skilja minn eigin ungling, og vonandi breytist það ekki í bráð. Það er synd að þurfa að senda svona stór börn í talkennslu.
Til að lýsa tilfinningum og beita áherslum í máli sínu notar hún voðalega mikið stök orð.
Orð eins og FEIL!!, þegar eitthvað fer úrskeiðis, AWSOME!! þegar eitthvað er gott eða skemmtilegt og INDEED þegar hún er sammála manni.
Ég er voða fegin að kunna ensku, þar sem það væri mjög pínlegt að þurfa að spyrja hana hvað orðin hennar fínu þýði.
Unglingurinn minn er alveg ágætur. Hún þreytir mig stundum með eigingirni og sjálfselsku sinni. Allt verður að snúast um hana og dramað þegar það gerist ekki... OMG!! (sem er annað orðatiltæki sem ég lærði hjá snúllunni minni...)
En ég elska hana
Og það verður AWSOME!! þegar hún verður fullorðin.
INDEED...

14.7.09

110

Sit hérna og bíð eftir að elskulegur eiginmaður minn komi heim úr vinnunni og hringi í mig á skype-inu. Ég elska að heyra í honum á kvöldin og segja honum allt þetta sniðuga sem börnin okkar gerðu og kvarta svolítið yfir þeim þegar þau eru leiðinleg.
Sem er auðvitað aldrei.... ehemm!
Hérna ætlaði ég að skrifa alveg ótrúlega fyndið atriði frá yngsta dúlludúsknum mínum, en ég man það bara alls ekki.
Ég skrifa það um leið og ég man það.
Sorry!
Mér líður eins og hálfvita...

6.7.09

Blogg 109

Við fórum í viku sumarfrí með börnin.
Tengdaforeldrarnir eiga bústað í Eyjafirðinum.
Þar er allt sem maður þarf til að eiga gott frí: klósett, vaskur og gaseldavél. Reyndar líka ísskápur, svo þetta er lúxus útgáfan. Rafmagn þarf maður ekki meðan enn er bjart úti á daginn.
Þarna undum við okkur vel í heila viku.
Við dýfðum okkur í Laxána hjá tengdó og Andakílinn hjá foreldrum mínum. Þvílík sæla. Hann Stormur minn er sá hugrakkasti. Hann kastar sér útí hvaða hyl sem er. Bara lætur sig gossa. Hin eru líka mjög dugleg. Sú yngsta þolir nú ekki lengi við, en það kemur hjá henni.
Þetta er orðið hið mesta fjölskyldusport.
Börnin fóru í heljarinn drulluslag innst í Eyjafirðinum, þegar við keyrðum þangað einn blíðviðrisdaginn. Það var mjög fyndið, og ég græt það enn að hafa verið búin að týna myndavélinni minni.
Svo fer kallinn aftur út að vinna í vikunni, og minn mesti vinnumánuður á árinu er byrjaður.
Jey ha. Eins gott að við eigum svona dugleg börn elskan, er það ekki?