25.11.08

Brjálað að gera og svona...

Við hjónin erum búin að vera að standsetja forstofuna okkar. Það er ofsalega gaman. Tekur langan tíma, en verður æðislegt þegar það er búið.
Það er eitt svoldið merkilegt sem við erum bara alveg steinhissa á.
Það eru ofsalega margir í þessu litla þorpi búnir að skreyta húsin sín fyrir jólin.
Þegar ég segi skreyta, þá er ég ekki bara að tala um smá jólaseríu undir þakskegginu.
Nei, það eru hérna nokkur hús sem eru með jólaseríu í öllum gluggum, allan hringinn á þakkantinum og jólafígúrur og allskyns dóterí út um allt.
Og það er ekki einu sinni kominn 1. aðvetnusunnudagur.
Já, við erum bara alveg steinhissa...

14.11.08

Einn góður

Það var einu sinni maður sem fór til að kaupa sér skó.

Hann gekk niður Laugaveginn og fann þar skóbúð sem hann hafði aldrei séð áður.
Þegar inn var komið tók á móti honum Indverji, sem var klæddur í týpíska indverska múnderningu, kuflinn og allt.

Indverjinn segir: "Góður dagur"
"Góðan dag" svarar maðurinn, "ég er kominn til að kaupa kuldaskó"
"Nei, nei, þú kaupa sandalur " segir indverjinn.
"Nei, hva það er að koma vetur, ég hef ekkert við sandala að gera,
mig vantar kuldaskó" endurtekur maðurinn.
"Þú vantar sandalur, sandalur gera þig graður" segir Indverjinn og hneigir sig.
"Gera sandalar mig graðan?" hváir madurinn.
"Já" segir Indverjinn og réttir honum sandala.

Maðurinn hugsar með sér að hann geti nú alveg eins prófað þetta og tekur við þeim.
Eitthvað gekk honum nú illa að koma sér í skóna, enda aldrei áður farið í sandala,
en um leið og þeir voru komnir á fætur hans finnur hann þessa líka
svakalegu greddu koma yfir sig og hann bara ræður ekki við þörfina.
Hann rýkur á Indverjann, kippir kuflinum upp og ætlar bara að fá sér einn stuttan.

Þá argar Indverjinn upp yfir sig:
"Nei, nei, nei, þú vera í krummafótur!",

7.11.08

Gormur kvartar undan sundkennaranum

Gormur minn 7 ára sat við kvöldverðarborðið hérna í vikunni.
Hann sagði að þetta væri alveg hundleiðinlegt með sundkennarann. Hann talaði bara ekki um annað en kreppuna.
Ég var alveg steinhissa. Kannast aðeins við kennarann og fannst það frekar skrýtið að hann væri að æla um kreppu yfir krakkana.
Þá brosir minn voðalega lúmskur og segir:

"Beygja, KREPPA, sundur saman!!!"

"Beygja, KREPPA, sundur saman!!!"

"Beygja, KREPPA, sundur saman!!!"

5.11.08

Kreppudraumur

Mig dreymdi að það væri kreppa.
Ég hafði keypt tvær úlpur á hvern krakka fyrir veturinn.
Ég var grútspæld út í sjálfa mig, og tek á það ráð að berja mig í hausinn.

Ég vaknaði við það á laugardagsmorguninn klukkan átta að ég barði sjálfa mig í hausinn.
Ég var öll eldrauð lengi á eftir og ákvað þá að ég ætla að smíða tímavél.

Þeir sem tala um kreppu verða barasta sendir aftur á víkingaöld.

Ég er greinilega komin með þetta á sálina, og hef þess vegna ákveðið að koma af stað gleðibylgju.
Hún byrjar hér og ég segi bara við þig:
BROSTU!
(Annars drep ég þig...)