29.5.09

Bloggfærsla nr. 101

Ég hélt upp á þrítugsafmælið mitt um síðustu helgi. Það var ofsalega gaman. Hátt í fjörtíu manns mættu á svæðið og átu hérna gúllassúpu og heimabakað brauð. Takk fyrir mig kæru vinir.
Við hjónin kláruðum svo fyrsta herbergið á efri hæðinni.
Ég var búin að spartla og mála áður en kallinn kom heim, og svo parketuðum við og paneluðum. Ég málaði svo panelinn og Böddi kláraði rafmagnið.
Voila! Bara smá gardínur og allt tilbúið.
Doppa litla er alsæl, komin í eigið herbergi og fékk stórt rúm. Hún biður um að fara í rúmið á kvöldin, sem er ágæt tilbreyting.
Böddi skellti sér svo enn á ný erlendis að vinna í gær og ég sit hérna og bíð eftir að elsti grísinn drulli sér heim, svo að ég geti farið að sofa.
Díses hvað mér leiðist að bíða eftir henni á kvöldin!!!

21.5.09

Vorverkin eru æði

Já, það er gaman að vinna vorverkin góðu.
Í dag tók Böddi hjólin frá krökkunum og smurði og græjaði og gerði. Ég týndi ruslið úr garðinum og sjænaði til hérna í kring.
Börnin nutu sín í sundi og við sílaveiðar í fjörunni.
Núna erum við að fara að plana götugrill ársins með hjónunum í næsta húsi.
Á laugardaginn ætla ég að halda upp á þrítugsafmælið mitt með smá partýi.
Allir velkomnir.

10.5.09

Húsmæðraorlof 2009

Um síðustu helgi stóð valið á milli þess að fara að beita beittri stoppunál og flenginum við barnauppeldið, eða hreinlega taka sér bara frí.

Ég hringdi í Mágkonu mína elskulega og mann hennar og bað þau náðarsamlegast um að leysa mig af eina helgi.

Að sjálfsögðu urðu þau við beiðni minni þessar elskur og fluttu í sveitina á föstudaginn síðasta, eftir vinnu.

Þá lagði ég af stað ásamt litla bróður upp að Úlfjótsvatni, þar sem hópur fólks ætlaði að stunda saman hugleiðslu og jóga.

Helgin mín fór sumsé í hugleiðslur og jógateygjur, auk þess sem ég svaf mjög svo óhóflega, og þóttist hafa mjög gott af.

Núna sit ég hérna í sófanum og bíð eftir að elsta barnið komi sér heim að sofa, svo að ég geti sjálf farið að sofa.
Framundan er vinnuvika og heimkoma bóndans.

6.5.09

Ég er að fara í sumarfrí!!!

Ég er búin að vinna á sama staðnum í heilt ár og á þar af leiðandi fimm vikna sumarfrí á launum.
Vá, þetta er ekkert smá frábær tilfinning.
Ég hef að vísu fengið mér frí á sumrin eftir fyrsta árið í náminu, en það er samt ekki það sama. Þá tók ég mér frí til að sinna börnunum mínum frábæru, sem voru búin að standa sig svo vel um veturinn þegar mamma var að læra.
Núna fæ ég frí af því að ég er launakona.
Það er sko góð tilfinning.

2.5.09

Jess, ég er miklu þroskaðri en í gær (fyrrradag)

Já, það er þá komið að því að líf mitt er formlega byrjað af einhverju viti.
Nú er ég orðin þrjátíu ára.
Nú er kominn tími til að njóta þess að halda áfram að púla og puða við lífið.
Njóta þess að halda áfram að vinna, ala upp börn og skepnur og síðast en ekki síst SJÁLFAN SIG.
Ég hef nú ekki vanið mig á að vera að líta til baka á ömmulum, en það er eiginlega óhjákvæmilegt núna, því allir gera svo mikið grín að manni þegar maður er loxins kominn á fertugsaldurinn.
Ég er búin að vera gift í rúmlega tíu ár.
Ég á fjögur börn, 3, 8, 10 og 12 ára.
Þau eru öll (frekar) heilbrigð og eðlileg.
Mér finnst þau auðvitað mjög skemmtileg og alveg frábær í alla staði.
Ég útskrifaðist í fyrra með BSc gráðu í geislafræði og vinn við það 50% vinnu, með von í hjarta að ég fái bráðum aðeins hærri prósentu í launaumslagið mitt.
Ég flutti í fyrra í hús sem við hjónin byggðum okkur. Það er stórt, og það er alltaf drasl í því...
(nema þegar ég held þrítugspartýið, þá verður allt sótthreinsað, og svo þegar þið komið þá segi ég: afsakið, ég hafði bara engan tíma til að taka til!!!)
Ég er sem sagt elsta konan í þessari götu, endaháöldruð. Konur koma til mín til að spyrja um köku- og prjóna uppskriftir.
Eh, nei annars. Þetta var djók.
Ég held samt að ég eigi yngsta manninn í götunni, sem er furðulegt.
Þegar ég lít til baka, get ég bara verið sátt við lífið mitt.
Og sé það satt að lífið sé bara rétt að byrja nú, þá hlakka ég til næstu þrjátíu áranna.

Ég set hérna hlekk inn á myndasíðuna mína. Ég er bara dugleg að setja myndir inn á hana þegar maðurinn minn vinnur erlendis.
http://www.picasaweb.com/ungamamma