19.6.11

Fyrsta kraftlyftingamótið mitt

Í gær tók ég sumsé þátt í allra fyrsta kraftlyftingamótinu mínu.
Stressið var hrikalegt, því þrátt fyrir alla mína gríðarlegu skipulaxhæfileika tóxt mér ekki að koma nema einni bekkpressuæfingu að síðastliðna 3 mánuði.
Og fram að því hafði ég svo sem ekkert gert af viti, verið að lyfta 50-60 kg þyngst með mörgum endurtekningum.
En ég lét vaða, og lyfti 65 kg í fyrstu tilraun, 70 kg í annarri tilraun, og svo tóxt mér ekki að drulla 75 kg upp.
Ég var ekkert of sátt, en má heldur ekki gleyma að ég kann enga tækni og hef enga reynslu.
Næsta mót er eftir 4 vikur, og stefnan er tekin á mikla þyngdaraukningu á þeim tíma.
Þess má geta að við vorum 3 í mínum þyngdarflokk. Hinar tvær voru í bekkpressuslopp, sem er teygjuflík og gerir fólki kleift að lyfta mun meiri þyngdum. Þær lyftu 95 kg og 102,5 kg.
Ég stefni á það - án slopps!


18.6.11

STRESS

Ég svaf næstum ekkert í nótt, dreymdi ótrúlega leiðinlega drauma, svitnaði mikið, bylti mér og óskaði þess heitt að geta sofið vel.
Fyrir þremur vikum skráði ég mig nefnilega á bekkpressumót - nánar tiltekið fyrsta kraftlyftingamótið mitt.
Það væri allt í lagi ef ég væri búin að æfa eitthvað fyrir þetta - en nei - sökum mikilla anna og sérlex óskipulax er ég ekki búin að lyfta stöng í... ég veit ekki...
Ég tók bekkpressuæfingu fyrir uþb 6 vikum með mjög sterkri konu, og svo ekkert síðan.
Ég er svo svekkt út í sjálfa mig fyrir skipulaxleysið að ég er alveg að missaða.
Svo er ég búin að vera að segja við sjálfa mig að ég mæti á þetta mót alveg óæfð, og svo er annað eftir mánuð, sem ég hef þá tíma til að pumpa fyrir og sjá hvað ég get bætt mig mikið.
Ég er sterk í eðli mínu, en ef ég æfi get ég verið mjög sterk - eins og ég sannaði fyrir mér í nóvember síðastliðnum.