27.3.10

Ég veit ALLT í heimi

Ég var að spjalla við hana Doppu mína einu sinni sem oftar þegar hún tilkynnti mér það að hún vissi allt í heimi.
Mamma: Er það?
Doppa: Já ALLT!
Mamma: og veistu hvað himininn er hár, og hvernig maður bakar brauð og bara allt?
Doppa: Jaaaa... kannski ekki AAALLT, en næstum allt.
Mamma: Eins og hvað?
Doppa: Ég kann alla stafina, og líka mína stafi. Ég kann táknið mitt á leikskólanum og tákn allra á leikskólanum. Ég kann að teikna fínar myndir og búa mér til eggjabrauð!!!
Mamma: Já ég sé það núna. Þú kannt næstum allt! *bráðn*

25.3.10

Hvað er þetta rauða?

Við vorum að keyra uppá Selfoss um daginn og á leiðinni upp að afleggjara segir Doppa mín:
Mamma, mamma, hvað er þetta rauða sem ég sé þarna?
Henni var mikið niðri fyrir, og við strákarnir sáum ekkert rautt.
Hún vildi að við snerum við til að kíkja, en það var ekki tími til þess þarna, svo ég sagði henni að við myndum tékka á þessu á leiðinni heim.
Svo skutlaði ég á æfingar og verslaði og græjaði og gerði alveg heillengi.
Á leiðinni heim sat hún sömu megin í bílnum og benti aftur:
Hvað er þetta rauða?
Ég sá ekkert og núna benti hún líka hinu megin við veginn.
Ég sagðist bara ekkert vita, en daman gaf sig ekki. Ég hafði jú saxt ætla að líta á málið á heimleiðinni.
Hún sat í aftursætinu og heimtaði að ég sneri við til að athuga málið.
Ég keyrði niðrað brú og sneri við þar til að finna þetta rauða, sem átti heima beggja vegna vegarins.
Við strákarnir leituðum og skildum ekkert hvað hún var að meina.
Þá benti hún og ég áttaði mig á því að hún var að benda á mórauða pollana hjá hrossunum.
Hún vildi bara vita afhverju vatnið væri rautt hérna en blátt annars staðar...

16.3.10

Nýr miði á klósetthurðina

Ég fékk eftirfarandi miða frá 8 ára syni mínum sem ég má hengja á klósetthurðina:

ef ðú kemst eki á klóstiið skítu ðá bara í brækurna

ðekar ðú ert búin að kuka óg ðað er eingin klósetpapír nótaðu ðá bara sókana ðína