27.3.10

Ég veit ALLT í heimi

Ég var að spjalla við hana Doppu mína einu sinni sem oftar þegar hún tilkynnti mér það að hún vissi allt í heimi.
Mamma: Er það?
Doppa: Já ALLT!
Mamma: og veistu hvað himininn er hár, og hvernig maður bakar brauð og bara allt?
Doppa: Jaaaa... kannski ekki AAALLT, en næstum allt.
Mamma: Eins og hvað?
Doppa: Ég kann alla stafina, og líka mína stafi. Ég kann táknið mitt á leikskólanum og tákn allra á leikskólanum. Ég kann að teikna fínar myndir og búa mér til eggjabrauð!!!
Mamma: Já ég sé það núna. Þú kannt næstum allt! *bráðn*

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já hún kann ALLT þessi elska, allavega að bræða alla sem sjá hana og kynnast henni. LOVJÚ oll mammamma.

Nafnlaus sagði...

Sammála síðasta ræðumanni ! ;o)

Elska líka hvað hún er orðin spurul útí orð : já en þú ert að skilja mig útundan !! .. hvað þýðir útundan ? :D

Sóley