2.4.10

Mennirnir eru víst ekki komnir af öpum...

Ég horfði í forvitni minni á hluta úr þætti á Omega í gær, þar sem menn, frelsaðir af Drottni vorum Ésú Kristi, voru að býsnast yfir þróunarkenningu Darwins.
Guð skapaði heiminn sögðu mennirnir, og við erum ekki þróaðar verur, heldur vorum við sköpuð nákvæmlega svona sem Adam og Eva.
Menn þessir drógu fram ýmis ummæli vísindamanna allt frá árinu 1920, þar sem þeir lýstu vanþóknun sinni á þróunarkenningu þessa skrýtna Darwins. Þeir sögðu að þetta væri plat, og brandari aldarinnar.
Þeir gengu meira að segja svo langt í að reyna að sanna fyrir hinum kristna áhorfanda að mennirnir væru ekki skyldir öpum, að þeir fóru út að borða með órangútan.
Órangútaninn kunni að halda á gaffli, en hann borðaði af diskum hinna og nagaði borðdúkinn þegar honum fór að leiðast! Þar af leiðir að mennirnir þróuðust ekki af öpum, heldur voru skapaðir svona af Guði, með alla borðsiði upp á 10.
Ég gafst upp á þættinum þegar mennirnir fóru að hringja í flugfélögin til að bóka flugfar fyrir sig og "ættingja" sinn, en máttu svo ekki fara með órangútan á almennt farrými. Ef þeir eru svona mikið skyldir okkur, af hverju mega þeir þá ekki fljúga við hlið okkar í flugvél. HA?!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehe rambaði inn á bloggið þitt ;) En já þetta er sá sami og við maggi sátum yfir fyrir dálítlu og bara göptum yfir þessum æðislegu rökum þeirra...meina kommon kunna börnin okkar eitthvað meiri "manna/apasiði" við matarborðið svona fyrst hehehe
Kv maren :)

- sagði...

það væri mjög fyndið ef búddistar myndu nota sömu rök (sbr. flugvélasætið)...þar sem við erum öll eitt...

Skemmtileg lesning. Ómega ekki?

Knús
Solla

Nafnlaus sagði...

Hlakka alltaf til að fá blogg frá þér því skrif þín eru óendanlega skemmtileg-að mati móðurinnar-og útpæld. Elska að lesa þetta allt og elska ykkur öll svoooo mikið. Mammamma.

Nafnlaus sagði...

Bwahaha !

Sóley