24.1.09

Stoltur fjölskyldumeðlimur

Ég er svo stolt af því að vera í fjölskyldunni minni. Bæði stórfjölskyldunni og minni litlu fjölskyldu auðvitað líka.
Ég vildi bara láta vita af því á opinberum vettvangi.
Ég er hluti af fjölskyldu sem lætur sig varða um annað fólk. Sem réttir fram hjálparhönd þegar aðrir þurfa á því að halda. Sem setur sínar eigin þarfir til hliðar í smá stund ef það þarf. Til að hjálpa og vera hluti af en ekki alltaf bara ég, ég, ég...
Í gær fékk ég að finna eins og svo oft áður úr hverju fjölskyldan er gerð.
Ég elska ykkur og er stolt af að fá að vera hluti af þessu, og stolt af að fá að bera þetta áfram til barnanna minna.

23.1.09

Hamsturinn

Það er nafnið sem dóttir mín kallaði mig núna í kvöld.
Það er ekki svo fjarri lagi, því ég bólgnaði all hressilega eftir endajaxlatökuna.
Uss uss, þetta er nú meiri vibbinn.
Annars þakkaði ég kjálkaskurðlækninum kærlega fyrir að vera búinn að lækna mig af tannlæknaóttanum. Það verður aldrei aldrei neinn tannlæknatími verri en þetta. Þegar maður er búinn að ná botninum, þá er það bara uppá við. Ekki satt?

16.1.09

kjálkaskurðlæknir

Hræðir mig ekki neitt
Ekkert
Ekki baun
Tilhuxunin um einhvern kall með bor og sög og svoleis inní munninum á mér
Nibbs, ég er harðjaxl-sem mun bráðum ekki hafa neinn endajaxl.
Ég þori

11.1.09

Ég fæ að vinna á morgun!

Jibbííí
Ég helst inni í þessum afleysingum mínum út febrúar í það minnsta.
Yngri sonur minn á það til að koma upp í á nóttunni. Honum finnst það voða kósí að eigin sögn. Okkur foreldrunum finnst það nú ekki eins notalegt, en það er víst ekki eins mikilvægt segir sonsi.
Við sömdum við hann. Fyrst borguðum við honum 500kall gegn því að hann hætti að koma. Það gekk í svona mánuð. Þá fór hann að koma aftur. Þegar við minntumst á samninginn, þá rétti hálflingurinn bara fram lófann og sagðist vilja annan 500 kall. Við vildum nú ekki gangast við því, svo hann bara mætir á hverri nóttu upp í rúm. (Skælbrosandi:o)
Næst var samið um það að ef hann svæfi allar nætur í sínu rúmi, þá mætti hann skríða upp í á sunnudagsnóttum. Honum leist voða vel á það.
Þetta gekk rosalega vel. Hann kom ekkert upp í alla vikuna. En svo þegar sunnudagurinn kom, þá háttaði hann sig og skreið upp í okkar rúm til að fara að sofa.
Ég sagði honum að hann ætti að sofna í sínu rúmi, og skríða svo uppí til okkar ef hann vaknaði um nóttina. Jújú, hann gerði það blessaður og var ægilega ánægður með fyrirkomulagið.
Hann er nú löngu hættur að spá í þessum díl sem við gerðum og hefur verið að koma á hverri nóttu uppí núna í einhvern mánuð. Svo allt í einu í kvöld mætti hann uppí rúm til mín þegar ég var að svæfa Doppu og sagði: Hva! það er sunnudagur manneskja. Ég fæ að sofa hér í nótt!!!
Líklega er ég eitthvað óskýr...

4.1.09

Hvað geri ég næst?

Það er Línu langsokks mottó, og hún er sko dama sem segir sex.
Ég veit ekkert hvað ég geri næst. Ég fæ að vita á morgun hvort eða hvenær ég fæ að koma aftur að vinna. Það verður bara að hafa sinn gang.
Bara pollíanna á þetta. Eða gamla góða íslenska mottóið:
"Þetta reddast!"