30.10.08

Brandur er kominn með eiganda

Dú da
Dú da

Og kallinn kemur á þriðjudag
Dú dí damm dí dei

28.10.08

Brandi vantar heimili

Við vorum búin að koma báðum kettlingunum fyrir, en svo hætti önnur mamman við.
Brandur er minni kettlingurinn. Hann er ofsalega kelinn og finnst gott að kúra og láta klappa sér og klóra. Hann er líka mjög fjörugur.
Hann er kassavanur.
Ef þið vitið um góðan stað fyrir svona dúllurass, þá endilega látið mig vita.

27.10.08

HAHAHAHAHA

"Það er eitthvað athugavert við hlaupabólur sem ganga.
Það væri miklu eðlilegra að þær myndu hlaupa, er það ekki??
Kv Jonni"

Jú það er sko alveg rétt. Og ég hef líka alltaf haft gaman að orðum.
Helvíti góður!!

23.10.08

Ég vinn ekki 100% vinnu. Að minnsta kosti ekki utan heimilisins.
Þá daga sem ég vinn, þá vinn ég 8-16 og á svo alveg frí inn á milli. Voða gott.
Þá er nú gott að nota frídagana sína í að taka til og þrífa dáldið hressilega. Fá alveg kast á skúringamoppunni og afþurrkunarklútnum. Þvo mikinn þvott. Og ekki má gleyma því að brjóta saman sokkana, sem vill oft sitja á hakanum hjá mér þegar mikið er að gera.

Hahaha. GLÆTAN!!!
Þegar ég var búin að koma krökkunum af stað í skóla og leikskóla í morgun, hellti ég mér upp á kaffi. Síðan fór ég með kaffið upp í svefnherbergi, lagðist undir sæng með tölvuna í fanginu og SLAPPAÐI AF!!! Ég er að gera það núna sko...
Á eftir þegar ég er búin að slaka og kannski leggja mig aðeins, ætla ég í kaffi til ömmu og eyða þannig fyrri helmingi dagsins í algjörri leti (en ekki eyða í vitleysu, því þetta er nauðsynlegt öðru hvoru)
Svo sjáum við til hvort ég helli ekki sokkunum á rúmið og massa þetta...
...eftir hádegi.

22.10.08

Hélstu kannski að ég yrði duglegri að blogga þegar ég yrði komin með netið heim til mín.
Eh...nóbb!
Á meðan netið náði ekki alla leið á Stokkseyri, datt mér svo margt sniðugt í hug til að skrifa hérna inná. En svo gleymdi ég því jafnóðum. Núna man ég ekkert af því.
Nema eitt kannski:
Það er búin að vera að ganga hlaupabóla í leikskólanum. Doppa mín hefur ekki fengið hana ennþá, en þegar hún var að klæða sig hérna einn morguninn, þá fór hún í bolinn og sagði: Mamma, er þetta hlaupa bolur? Já sagði ég, hann getur verið það.
Þá sagði hún: Vá, ég er líka komin með hlaupa bolina!!!

17.10.08

JESSSSSS

Ég er orðin nettengd heima.
Nú þarf ég ekki að stelast í vinnunni lengur.
Vúhúúú

14.10.08

Fyndið atvik í bíó...

Ég fór með börnin í bíó um daginn.
Í hlénu á annars alveg ágætri mynd fór ég með Doppu á klósettið.
Klósettin eru eiginlega við hliðina á röðinni í sjoppuna, og svo gengur maður niður heilmargar töppur aðeins lengra til að komast í salinn.
Þegar við erum að byrja að labba niður tröppurnar, segir strákur sem stendur aftast í sjoppuröðinni(og í henni voru ansi margir): Hvað ætlaru eiginlega að taka mikinn klósettpappír með þér???
Þá leit ég aftur fyrir mig og sá að það var fastur klósettpappír undir hælnum á skónum mínum.
Ekki nóg með það að það væri fastur pappír undir skónum, heldur var þetta heil rúlla og hún var ennþá staðsett inná klósetti.
Ég var sem sagt með marga metra af klósettpappír á eftir mér...
Mjög skemmtilegt.

2.10.08

Vantar þig ekki meiri orku?

Í gær hringdi í mig kona. Hún vildi endilega draga mig á Herbalife kynningu.
Ég var eitthvað treg til, fannst henni, svo hún spurði:
"Hvernig er það með þig kona, þarft þú ekki einmitt meiri orku?"
Og ég sagði auðvitað eins og væri að ég þyrfti enga auka orku.
Ég hefði alltaf haft aðeins of mikið af orkunni ef eitthvað væri.
Þar með var ég eiginlega búin að losna undan Herbalife kynningunni, því kona þessi varð alveg orðlaus.
Þegar ég var búin að kjafta aðeins meira við þessa ágætu konu, elda, gefa öllum að borða, ganga frá og koma öllum í rúmið, skreið ég dauðuppgefin upp í mína holu og skammaðist mín fyrir að ljúga að konunni.
Klukkan mín var bara 20.50 og það var ekki arða af orku eftir í mínum beinum...