30.3.09

Falleg, bráðgáfuð og meðalgrönn kona á besta aldri

Búin að vera að hlusta á Kalla á þakinu þessa síðustu daga með henni Doppu minni. Henni finnst hann alveg bráðskemmtilegur, enda hefur hún skemmtilegan húmor stelpan.
Svo er ég barasta að verða þrjátíu ára eftir bara einn mánuð rúman. Það verður gaman að prófa að vera á fertugsaldri.
Ég spái því að ég verði bæði mikið skynsamari og mikið þolinmóðari.
Ég hlakka til.

18.3.09

Ferðalag okkar á þessari storð


Ég er að taka mig á í ræktinni. Hef farið reglulega núna í svona 10 daga.
Draumurinn minn er að verða svona eins og þessi kella.
Bara einn risastór köggull.
Kannski aðeins minni upphandleggsvöðva.
Sjáumst

9.3.09

Þetta eru bara skrýtnir dagar

Maðurinn minn fór út á sjó. Það er skrýtið að vera án hans. Hann er búinn að vera á Íslandi síðan í nóvember og mér fannst bara mjög gott að hafa hann svona nálægt mér.
Stormurinn minn varð 10 ára um daginn og við héldum svaka afmælispartý hérna á sunnudaginn.
Á laugardaginn fór ég á námskeið fyrir foreldra barna með Tourette heilkennið.
Það var mjög fróðlegt.
Svo eru þetta svona dálítið skrýtnir dagar.
Ég syrgi, án þess að vera mjög sorgmædd.
Finnst gott að huxa um frænda og rifja upp minningar um hann.
Ég veit samt að næsti laugardagur verður erfiður.
Það er allt í lagi.
Ég kemst yfir það.

6.3.09

Skrýtinn dagur

Amma mín í Víkinni hefði orðið 79 ára í dag hefði hún lifað.
Ég man eftir ömmu. Hún var ofsalega góð og mjúk. Ég var bara 14 þegar hún dó. Ég sakna hennar oft, og ég hugsa stundum hvað hefði verið gaman að geta sýnt henni börnin mín. Ég held að hún hefði orðið stolt af mér.
Þetta er skrýtinn dagur.
Margt sem fer í gegnum kollinn minn.
Kannski er best að segja bara sem minnst.