20.10.09

Doppan mín góða

Hún litla Doppa, sem er alveg að verða fjögurra ára bráðum fær trúarfræðslu í hverri viku hjá prestinum sínum, en hann kemur alltaf í leikskólann með kirkjuskjólann.
Áðan vorum við að keyra til að ná í júdókrakkana og þá sagði hún:
"Guð er uppi í himninum"

Jaaá sagði ég, er það?

"Já, hann er mjög langt í burtu, hátt, hátt uppí himninum"
"Hann er svo langt í burtu að maður getur alls ekki séð hann"
"Alveg eins og Grænland, mamma, maður getur ekki séð það, því það er svo langt í burtu"

Nú, sagði ég. Helduru þá að Guð sé á Grænlandi kannski?

"Nei mamma! Guð og Grænland eru eins, rosalega rosalega langt í burtu"
"Kannski getur pabbi séð hann!"

15.10.09

Hér við ströndina

sit ég og veg og met kosti og galla þess að flytjast erlendis með fjögur börn.
Kostirnir eru margir og gallarnir eru margir.
Ég er algjörlega búin að snúast í þúsund og sjö hringi yfir þessu.
Should I stay or should I go?

Ég fór til Danmerkur í síðustu viku í atvinnuviðtöl.
Danirnir eru með öll flottustu tækin í öllum stofum, allt það nýjasta og besta.
Það er algjörlega draumur hvers nýútskrifaðs manns að starfa með nýjustu tæknina og nýjustu græjurnar. Þetta er nú dálítið tækjaóð starfsgrein sem ég vinn í. Við elskum allar tækniframfarirnar og alla nýju takkana og fídusana. Mmmm...

6.10.09

Jess folkenz

Allir kátir?
Allt að gerast?
Elskjú