18.6.11

STRESS

Ég svaf næstum ekkert í nótt, dreymdi ótrúlega leiðinlega drauma, svitnaði mikið, bylti mér og óskaði þess heitt að geta sofið vel.
Fyrir þremur vikum skráði ég mig nefnilega á bekkpressumót - nánar tiltekið fyrsta kraftlyftingamótið mitt.
Það væri allt í lagi ef ég væri búin að æfa eitthvað fyrir þetta - en nei - sökum mikilla anna og sérlex óskipulax er ég ekki búin að lyfta stöng í... ég veit ekki...
Ég tók bekkpressuæfingu fyrir uþb 6 vikum með mjög sterkri konu, og svo ekkert síðan.
Ég er svo svekkt út í sjálfa mig fyrir skipulaxleysið að ég er alveg að missaða.
Svo er ég búin að vera að segja við sjálfa mig að ég mæti á þetta mót alveg óæfð, og svo er annað eftir mánuð, sem ég hef þá tíma til að pumpa fyrir og sjá hvað ég get bætt mig mikið.
Ég er sterk í eðli mínu, en ef ég æfi get ég verið mjög sterk - eins og ég sannaði fyrir mér í nóvember síðastliðnum.

Engin ummæli: