19.6.11

Fyrsta kraftlyftingamótið mitt

Í gær tók ég sumsé þátt í allra fyrsta kraftlyftingamótinu mínu.
Stressið var hrikalegt, því þrátt fyrir alla mína gríðarlegu skipulaxhæfileika tóxt mér ekki að koma nema einni bekkpressuæfingu að síðastliðna 3 mánuði.
Og fram að því hafði ég svo sem ekkert gert af viti, verið að lyfta 50-60 kg þyngst með mörgum endurtekningum.
En ég lét vaða, og lyfti 65 kg í fyrstu tilraun, 70 kg í annarri tilraun, og svo tóxt mér ekki að drulla 75 kg upp.
Ég var ekkert of sátt, en má heldur ekki gleyma að ég kann enga tækni og hef enga reynslu.
Næsta mót er eftir 4 vikur, og stefnan er tekin á mikla þyngdaraukningu á þeim tíma.
Þess má geta að við vorum 3 í mínum þyngdarflokk. Hinar tvær voru í bekkpressuslopp, sem er teygjuflík og gerir fólki kleift að lyfta mun meiri þyngdum. Þær lyftu 95 kg og 102,5 kg.
Ég stefni á það - án slopps!


1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Þóra, þú ert ótrúlega dugleg kona.
Sigga móður......